Thursday, March 8, 2007
Hræðileg lífsreynsla í dag - ég bara titra!!!
Í dag fór ég niður í miðbæ Reykjavíkur og var að kaupa afmælisgjöf handa frænda mínum!!! Þar sem ég gekk í sakleysi mínu niður Laugaveg í fallegu veðri og í mestu makindum, flaug að mér ungur sköllóttur og bláeygður maður og greip fast um herðar mér um leið og hann öskraði "Where is Superman"? Á meðan ég hristist eins og tuska í vindi datt mér í hug að ef til vill gæti maðurinn verið undir áhrifum ólöglegra vímuefna!!! Fljótlega kom í ljós að þessi maður virtist vera ákveðinn í því að finna Súpermann og ráðast á hann!!! Upp úr vasa sínum dró hann grænleitan oddhvassan stein og otaði honum fast upp að hálsi mínum þannig að hann skildi mar eftir!!! Í því kom annar dökkklæddur maður með rautt hár og dró hann af mér. Sá lagði vísifingur þétt á enni hins og sagði hátt og snjallt bzzzd!!! Þá rak árásarmaðurinn upp öskur og hljóp skelfingu lostinn í burtu!!! Í látunum hafði ég dottið á gangstéttina og sat þar í losti!!! Dökkklæddi maðurinn rétti mér hönd sína til að hjálpa mér á fætur og það var þá sem ég tók eftir því!!! Hann var ekki venjulegur maður!!! Hann var alveg flatur í framan!!! Eiginlega eins og ljósrit!!! Fötin sem hann var í voru dökk eins og ég sagði áðan en ég tók eftir því að það var víða merki sem ég bar ekki alveg kennsli á!!! Merkið var svona eins og keila í laginu og svo var alltaf minni keila aftur og aftur inní því eins og babúska!!! Maðurinn sagði við mig nokkur orð á bjagaðri íslensku með þýskum hreim!!! "Munið yður Übermann"!!! Svo allt í einu var eins og jörðin hefði gleypt hann!!! Ég óttast að ég sé í hættu??? Mér líður eins og ég sé flækt inn í eitthvað huge mál!!! Nema hvað að þegar ég kom heim núna rétt í þessu þá lá stór brotinn spegill á miðju stofugólfinu hjá mér og ég hef aldrei séð hann áður!!! Mér líður svo illa yfir þessu öllu að ég titra!!! Hallast að því að þetta hafi verið geimverur!!! Jii!!! Ég er hætt að þora að opna skápana hérna heima útaf vinum hans Clarkie!!! Þeir eru sídettandi út úr þeim!!! Undarlegir menn!!! Þarf að fara að ræða þetta af mikilli alvöru við hann og fá hann til að mæta mér á miðri leið í þessum málum!!! Ég hef ekki taugar í þetta!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment