Monday, April 9, 2007

Sumt fólk stendur bara í stað!!!

Það tekur ekki út neinn andlegan þroska og er enn í sandkassamenningunni!!! Þið vitið þegar maður var krakki og einhver stelpan í sandkassanum var sætari en hinar og var með dúllulegu bleiku fötuna sína þá tóku hinar fötuna af henni svo hún héldi ekki að hún væri eitthvað!!! Þetta hélt svona áfram í grunnskólann!!! Þá var það þannig að hópur af stelpum voru alltaf að níðast á einhverjum sem fór í taugarnar á þeim og yfirleitt kom í ljós að viðkomandi ógnaði tilvist þeirra einhvern veginn!!!! Sem dæmi stelpan sem fékk fyrst brjóst!!! Ef hún var ekki í klíkunni þá tóku þær hana fyrir svo hún skammaðist sín fyrir að vera á undan þeim að fá brjóst!!!! Þær vildu jú ekki að hún héldi að hún væri eitthvað!!! Stelpan sem var fyrst að byrja á blæðingum!!! Þær drógu hana náttúrulega inná klósett og létu hana girða niður um sig til að sanna að hún væri ekki að ljúga þessu!!! Stelpan sem strákarnir dýrkuðu hún var náttúrulega enemy no.1 og þær notuðu hvert tækifæri til að gera lítið úr henni með því að finna að fötunum hennar og hárinu!!! Þær kölluðu hana hóru sem kynni ekki að mála sig þegar hún mætti með smá makeup í skólann í fyrsta sinn!!! Þegar hún kom útí sjoppu eitt kvöldið þá réðust þær að henni og sögðu að hún drykki kók eins og vangefnir, hún kynni ekki einu sinni að drekka kók úr flösku!!! Í framhaldsskólanum bentu þær á leðurklæddu gelluna og kölluðu hana lufsu sem svæfi hjá hverjum sem væri og svo réðust þær að feimnu feitu stelpunni og klipu í keppina á henni um leið og þær sögðu henni að hún myndi deyja ljót ef hún tæki sig ekki á!!! Þær horfðu með vanþóknun á fyrstu óléttu stelpuna í árganginum og sögðu við hvern sem heyra vildi eða ekki að hún hefði hvort eð er alltaf verið drusla og að hún ætti ekki að fá að ala upp börn af því hún myndi aldrei hjá hverjum hún hefði sofið!!! Þessar stelpur eru núna inni á barnalandi og haga sér nákvæmlega eins!!! Ef þið trúið mér ekki, fylgist bara með!!! Þær leynast innan um hinar og hópa sig saman til að ráðast að þeim sem þeim líkar ekki við!!! Sorglegt!!!

No comments: