Tuesday, April 10, 2007

Takk fyrir elskurnar mínar - ég er stífþeytt!!!

Ég er ekki bara hrærð heldur stífþeytt!!!

Eftir drama síðustu viku er ég ofurhrærð yfir því hvað fólk hefur haldið utan um mig og varið mig með kjafti og klóm á Barnalandi!!! Öll þessi fallegu skilaboð sem ég hef fengið bæði hér í gestabókinni og í skiló á Barnalandi eru mér ómetanleg og ég les þau aftur og aftur!!! Svo halla ég mér aftur og bara gleðihláturinn dillar í mér og ég segi upphátt við sjálfa mig mægod hvað ég er lánsöm!!!

Hvað ég á yndislega stráka að!!! Bæði aðþrengdan sem varði mig svo vel og svo Grugga minn sem segir alltaf það rétta við mig!!! Fallegu tilvitnanirnar frá honum fá mig til að kikna í hnjáliðunum!!! Enginn hefur nokkurn tímann sagt svona fallegt við mig áður!!!
Muffins sem er svo ljúf og góð við alla er í miklu uppáhaldi, kannski af því að hún er prakkari eins og ég!!! Stundum gæti ég haldið að við Muffins værum þríburar!!!
Franny er með svo góðan húmor, Ljónynjan er svo tignarleg og Golsa er svo hress!!! Stelpur við erum allar svo frábærar!!!!
Þetta er allt búið að lyfta mér svo vel upp eftir að Clarkie fór að ég bara veit ekki hvað ég á að segja annað en þúsund þakkir elsku krúsídúllurnar mínar!!!!

Skál fyrir ykkur öllum!!!

Luv and xxx, druzl!!!

No comments: